Valdníðsla Gunnar Dan Wiium skrifar 8. september 2020 21:00 Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar