Stoðsending De Bruyne á móti Íslandi sýndi snilldina hjá þeim besta í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 08:30 Kevin De Bruyne á ferðinni í landsleiknum á móti Íslendingum í Brussel í gær. AP/Francisco Seco Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira