Neville varði Greenwood og Foden: „Þeir þurfa væntumþykju“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2020 11:30 Phil Foden og Mason Greenwood var sparkað úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur. getty/Mike Egerton Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Gary Neville tók til varna fyrir þá Mason Greenwood og Phil Foden sem var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi um helgina. Greenwood og Foden buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir að hafa spilað sinn fyrsta landsleik á laugardaginn þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Auk þess að vera teknir út úr landsliðshópnum fengu þeir 250 þúsund króna sekt frá íslenskum yfirvöldum. Þá er mál þeirra til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu. „Núna líður þeim eflaust ömurlega,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. „Við höfum séð afsökunarbeiðnir frá þeim báðum. Að vera tekinn út úr landsliðshópnum er eitthvað sem þú vilt ekki að gerist. En þegar þú skoðar svona atvik verður þú alltaf að fara í hlutverk leikmanns, þegar þú varst að spila og varst í búningsklefanum.“ Neville segir að þeir Greenwood og Foden þurfi á stuðningi að halda á þessum tíma. Það hafi lítið upp á sig að skamma þá frekar. „Þeir þurfa væntumþykju núna. Þetta eru ungir strákar, ekki vélmenni. Allir sem hafa verið á þessum aldri hafa eða þekkja einhvern sem hefur gert eitthvað af sér; brjóta reglur, bregðast sjálfum sér eða lenda í átökum,“ sagði Neville sem var svo spurður hvort refsa ætti þeim Greenwood og Foden frekar. „Þetta er ekki óskastaða. Þeir gerðu sig seka um stór mistök. Þeir munu sjá eftir þeim og borga fyrir þau. Þetta eru tveir hæfileikaríkir einstaklingar sem þeir lifa á brúninni og það gerist allt svo hratt hjá þeim. Við getum haldið áfram að þjösnast á þeim en það verður líka að sýna skilning. Já, þeir eru fulltrúar þjóðar sinnar og þeim mun líða mjög illa og eins og heimurinn sé að farast. En það er ekki þannig. Ég hef séð svona aðstæður hundrað sinnum. Eftir hálft ár man enginn eftir þessu. Liðsfélagar þeirra munu áfram elska þá. Þetta eru ungir krakkar.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25 Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00 Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53 Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Segir ensku pressuna bulla og vísar því á bug að starfsmaður Hótel Sögu hafi fengið greitt fyrir að hleypa stúlkunum inn Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir ensku pressuna fara með staðlausa stafi. Hún segir trúnaðarmál hvernig stúlkurnar komust inn. 9. september 2020 10:25
Southgate þarf enn að svara fyrir atburðina á Íslandi Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Phil Foden og Mason Greenwood hafi fengið það sem þeir áttu skilið en segir að nú þurfi þeir stuðning. 9. september 2020 10:00
Reyna að skera úr um hvort ungu konurnar hafi vitað af sóttkví landsliðsmanna Lögreglan reynir nú að skera úr um hvort konurnar tvær, sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu, höfðu vitneskju um að þeir hefðu verið í sóttkví. Báðar hafa þær neitað því. Ensku landsliðsmennirnir gengust við broti á sóttvarnalögum og greiddu 250.000 króna sekt. 8. september 2020 11:53
Segir að Southgate muni ekki gleyma heimsku Greenwood og Foden svo auðveldlega Andy Dunn, einn aðalpenni Mirror, segir að það muni líða einhver tími þangað til að Gareth Southgate velji þá Phil Foden og Mason Greenwood aftur í enska landsliðið. 8. september 2020 11:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti