Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 18:31 Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira