Klopp: Liverpool getur ekki hagað sér eins og Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 10:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, setur á sig verðlaunapeninginn fyrir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20. EPA-EFE/Paul Ellis Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um rólegheit ensku meistaranna á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool hefur aðeins keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas sem kostaði félagið 11,7 milljónir punda. Á sama tíma hefur Chelsea eytt um 200 milljónum punda í nýja leikmenn. Jürgen Klopp segir að óvissan vegna kórónuveirunnar skipti greinilega sum félög minna máli. „Liverpool hefur náð árangri með því að vera það félag sem við erum. Við getum ekki breytt því yfir nótt og ákveða að við ætlum núna að haga okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við BBC Radio 5 Live. Jurgen Klopp says Liverpool 'cannot behave like Chelsea' in the transfer window and says he is focused on improving the players in his squad rather than bringing new ones in.Find out more: https://t.co/YelKvflj3R pic.twitter.com/zBn29wX4wV— BBC Sport (@BBCSport) September 10, 2020 „Félög eru í ólíkum aðstæðum og við búum núna við mikla óvissu í heiminum,“ sagði Klopp. „Hjá sumum félögum virðast það skipta minna máli hversu óútreiknanleg framtíðin er og það er af því að þau eru í eigu þjóða eða valdhafa í olíuríkjum. Það er bara sannleikurinn,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum öðruvísi félag. Við komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, unnum Meistaradeildina árið eftir og unnum svo ensku úrvalsdeildina í ár og allt með því að vera félagið sem við erum,“ sagði Jürgen Klopp. "We're a different kind of club" #LFC manager Jurgen Klopp defends the club's caution in the transfer market compared to title rivals "owned by countries and oligarchs". https://t.co/QfaBGi407M#bbcfootball pic.twitter.com/NYKYUkRMkN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 9, 2020 Þetta er annar sumarglugginn í röð sem Liverpool eyðir nánast ekki neinu í nýja leikmenn. Í fyrrasumar eyddi Liverpooll 1,3 milljón punda í hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg og fékk síðan markverðina Adrian og Andy Lonerganá frjálsri sölu. Liverpool keypti síðan Japanann Takumi Minamino fyrir 7,5 milljónir punda í janúar. Þrátt fyrir þennan litla liðsstyrk þá vann Liverpool ensku deildina með átján stiga mun en þetta var eins og flestir vita fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um rólegheit ensku meistaranna á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool hefur aðeins keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas sem kostaði félagið 11,7 milljónir punda. Á sama tíma hefur Chelsea eytt um 200 milljónum punda í nýja leikmenn. Jürgen Klopp segir að óvissan vegna kórónuveirunnar skipti greinilega sum félög minna máli. „Liverpool hefur náð árangri með því að vera það félag sem við erum. Við getum ekki breytt því yfir nótt og ákveða að við ætlum núna að haga okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við BBC Radio 5 Live. Jurgen Klopp says Liverpool 'cannot behave like Chelsea' in the transfer window and says he is focused on improving the players in his squad rather than bringing new ones in.Find out more: https://t.co/YelKvflj3R pic.twitter.com/zBn29wX4wV— BBC Sport (@BBCSport) September 10, 2020 „Félög eru í ólíkum aðstæðum og við búum núna við mikla óvissu í heiminum,“ sagði Klopp. „Hjá sumum félögum virðast það skipta minna máli hversu óútreiknanleg framtíðin er og það er af því að þau eru í eigu þjóða eða valdhafa í olíuríkjum. Það er bara sannleikurinn,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum öðruvísi félag. Við komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, unnum Meistaradeildina árið eftir og unnum svo ensku úrvalsdeildina í ár og allt með því að vera félagið sem við erum,“ sagði Jürgen Klopp. "We're a different kind of club" #LFC manager Jurgen Klopp defends the club's caution in the transfer market compared to title rivals "owned by countries and oligarchs". https://t.co/QfaBGi407M#bbcfootball pic.twitter.com/NYKYUkRMkN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 9, 2020 Þetta er annar sumarglugginn í röð sem Liverpool eyðir nánast ekki neinu í nýja leikmenn. Í fyrrasumar eyddi Liverpooll 1,3 milljón punda í hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg og fékk síðan markverðina Adrian og Andy Lonerganá frjálsri sölu. Liverpool keypti síðan Japanann Takumi Minamino fyrir 7,5 milljónir punda í janúar. Þrátt fyrir þennan litla liðsstyrk þá vann Liverpool ensku deildina með átján stiga mun en þetta var eins og flestir vita fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira