Netöryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna alvarlegra hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 12:11 Getty Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er. Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er.
Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira