Heimsborgarar á Austurlandi Guðrún Schmidt skrifar 10. september 2020 13:00 Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar