Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:14 Menn ganga um rústir hjólhýsahverfis í Phoenix í Oregon. Stór hluti bæjarins brann til kaldra kola, eða um 600 heimili. AP/Scott Stoddard Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33