Sara og Björgvin Karl þurfa að keppa eftir miðnætti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 08:00 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa ekki bara að vaka um miðja nótt heldur keppa á móti þeim bestu í heimi. Mynd/Samsett Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Nú er aðeins ein vika í heimsleikana í CrossFit sem hefjast á föstudaginn í næstu viku, CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá fyrri hlutans sem fer fram í gegnum netið. Þrjátíu bestu konurnar og þrjátíu bestu karlarnir keppa á heimsleikunum í ár og Ísland á þrjá af þessum sextíu keppendum. Fyrri hlutinn mun ráða um röð keppenda frá sæti sex til þrjátíu og um hvaða fimm karlar og fimm konur fá síðan að keppa um heimsmeistaratitilinn í október. Vegna kórónuveirunnar þá munu keppendur skila æfingum sínum í gegnum netið í fyrri hlutanum og keppa því á heimsleikunum á sínum heimavelli. Keppendur koma frá fimmtán þjóðum víðs vegar um heiminn en tímadagskráin er löguð að höfuðstöðvum CrossFit í Kaliforníu. Katín Tanja Davíðsdóttir keppir úti í Bandaríkjunum þar sem hún æfir en Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa bæði á Íslandi. Það þýðir að þau Sara og Björgvin Karl eru sjö tímum á „undan“ áætlun. CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrána sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram The CrossFit Games begin in eight days. Coverage of Stage One starts Thursday, Sept. 17, at 3:30 p.m. PT/10:30 p.m. GMT. @CrossFit will go live from its studio in California, to guide fans through an action-packed weekend of competition. Tune in for live updates on event results on Games.CrossFit.com. @reporternicole and @swoodland53 will keep you informed as scores roll in and standings are released on the CrossFit Games Leaderboard. Learn more details about Stage One through the link in bio. Games.CrossFit.com #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #Workout #Training #Sports #FittestonEarth #committedtocrossfit A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 10, 2020 at 12:11pm PDT Fyrri hluti úrslita heimsleikanna mun taka tvo daga en keppnin fer fram á föstudeginum 18. september og laugardeginum 19. september. Báðum keppnisdögunum er skipt í tvo hluta og það er óhætt að segja að seinni hlutinn á föstudeginum sé á mjög óheppilegum tíma fyrir okkar fólk sem keppir heima á Íslandi. Fyrri hlutinn á föstudeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrahafstíma eða klukkan sjö um kvöld að íslenskum tíma. Seinni hluti föstudagsins hefst aftur á móti klukkan sex að staðartíma í Kaliforníu eða klukkan eitt eftir miðnætti á Íslandi. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson þurfa því að venja sig við að vaka lengur á næstu dögum til að geta verið í keppnisgírnum um miðja nótt aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hlutinn á laugardeginum hefst klukkan tólf á hádegi á Kyrrhafstíma eins og daginn áður en seinni hlutinn byrjar aftur á móti þremur klukkutímum fyrr eða klukkan tíu að íslenskum tíma.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira