Skoska leiðin tekur flugið Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 11. september 2020 11:30 Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. Forsaga verkefnisins nær til sumarsins 2017 þegar Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra stofnaði starfshóp sem átti að skoða hvaða valkostir væru í stöðunni til að efla innanlandsflugið og flugvallakerfi landsins. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi vinnu hópsins sem skilaði af sér viðamikilli skýrslu í lok árs 2018. Meðal tillagna hópsins var að: „Skilgreind verði svæði landsins þar sem íbúar sem ferðast í einkaerindum njóta 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum til og frá svæðinu, þó að hámarki órar ferðir (8 leggir) á hvern einstakling á meðan reynsla er að komast á kerfið.“ Niðurstaðan var að skoska leiðin yrði farin og innanlandsflugið yrði hluti af almenningssamgöngum landsins. Í útfærslunni sem var kynnt í flugstöðinni á Egilsstaðarflugvelli er gert ráð fyrir 40% afslætti af flugmiðanum og þrjár ferðir á ári (sex flugvellir). Svona gerast hlutirnir og við á landsbyggðinni uppskerum. Við fögnum því þessum tímamótum sem munu jafna aðstöðumun okkar sem búum fjarri höfuðborginni. Hver verða svo þau áhrif sem loftbrúin mun hafa í för með sér. Hún hefur án efa áhrif á val fólks um að taka loks skrefið og flytja út á land, þannig losnar um þann flöskuháls sem hefur verið við lýði hjá landsbyggðinni að fjölskyldur hafa veigrað sér við því að flytja austur á land vegna þess hve dýrt innanlandsflugið hefur verið. Kostnaðurinn hefur jafnast á við að einstaklingur frá Reykjavík skelli sér erlendis í borgarferð með gistingu en einstaklingur á landsbyggðinni hefur einungis komist suður fyrir sömu fjárhæð og ef til vill dýrara í flestum tilvikum. Við hvetjum því fólk um allt land til að kynna sér kjör loftbrúarinnar og bjóðum þau velkomin í nýtt sameinað sveitarfélag. Horfum fram í tímann og tökum á móti þeim fjölskyldum sem munu nú kjósa að flytja austur á land. Nóg framboð verður að vera á íbúðarhúsnæði, góðri grunnþjónustu, nægum leikskólaplássum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Sjálfstæðisflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi veit hversu mikilvægt er að hafa þessa grunnþætti í lagi og munum leggja mikla áherslu á að vinna að þeim hratt og örugglega í öllum þeim byggðakjörnum sem nú sameinast undir einni sveitarstjórn. Verið velkomin í nýtt sameiginlegt sveitarfélag á Austurlandi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun