Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. september 2020 14:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vísar á dómsmálaráðherra vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira