Evrópulönd taka við 400 börnum frá Moria Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 16:37 Fjöldi flóttamanna er nú á vergangi á eyjunni Lesbos eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu í vikunni. AP/Petros Giannakouris Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Um fjögur hundruð börnum sem bjuggu í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos verður fundið hæli annars staðar í Evrópu eftir að búðirnar brunnu því sem næst til grunna í tveimur eldsvoðum í vikunni. Enn er unnið að því að finna fjölda fólks húsaskjól eftir brunann. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að tíu Evrópuríki hefðu fallist á að taka við ungmennum sem komu í Moria-búðirnar án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Flest þeirra fara til Þýskalands og Frakklands, 150 og 100 börn til hvors lands. Holland tekur við fimmtíu og Finnland við ellefu. Viðræður standa yfir við fleiri ríki um að taka við ungmennum úr búðunum. Búist er við því að Sviss, Belgía, Króatía, Slóvenía, Lúxemborg og Portúgal taki við þeim. Um 13.000 manns höfðust við í Moria-búðunum við þröngan kost. Íbúar þar kveiktu sjálfir fyrsta eldinn aðfararnótt miðvikudags til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Nóttina eftir blossaði eldurinn aftur upp úr glæðum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að heilu fjölskyldurnar hafi sofið úti á ökrum og í vegarköntum eftir að þær flúðu eldsvoðann. Til stendur að byggja fullkomnari aðstöðu á sama reit þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi í vikunni lokað vegum til að koma í veg fyrir að góðgerðasamtök gætu komið hjálpargögnum til nauðstaddra. Þeir segja mótfallnir því að nýjum tjaldbúðum verði komið upp þar.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47 Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Flóttamannabúðirnir á Lesbos brunnar til kaldra kola Þúsundir flóttamanna til viðbótar eru án skjóls eftir að það litla sem stóð eftir af Moria-flóttamannabúðunum á Grikklandi eftir eldsvoða á aðfaranótt miðvikudags varð öðrum eldi að bráð í nótt. Margir þeirra þurftu að sofa á ökrum, í vegarköntum og í litlum kirkjugarði. 10. september 2020 10:47
Eldsvoði í stærstu flóttamannabúðum Lesbos Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum grísku eyjunnar Lesbos í nótt. 9. september 2020 07:04