Friðarviðræður Afganistan og Talíbana hafnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 13:12 Meðlimir sendinefndar Talíbana á opnunarhátíð friðarviðræðnanna við Afganistan í Doha í Katar í morgun. EPA-EFE/STRINGER Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga. Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er mættur til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna. Viðræðurnar áttu að hefjast eftir að Bandaríkin og Talíbanar skrifuðu undir öryggissáttmála í febrúar en vegna ósættis vegna umdeildra fangaskipta frestuðust viðræðurnar. Sendinefnd Afganistan hélt frá Kabúl til Doha í gær, 11. september, nítján árum eftir að mannskæðar árásir á tvíburaturnana í New York voru gerðar og Talíbanastjórnin í Afganistan var í kjölfarið hrakin frá völdum. Talíbanar staðfestu á fimmtudag að þeir myndu vera viðstaddir viðræðunum eftir að síðustu fangaskipti fóru fram en þá var sex föngum Afgana sleppt úr haldi. Þetta eru fyrstu friðarviðræðurnar sem fara fram milli Talíbana og fulltrúa afganskra yfirvalda. Vígamennirnir hafa hingað til neitað að funda með yfirvöldum og sagt þau valdalausar strengjabrúður Bandaríkjanna. Báðar hliðar sækjast eftir sáttum og vilja binda endi á fjögurra áratuga stríð sem geisað hefur í landinu, sem hófst með innrás Sovétmanna árið 1979. Viðræðurnar áttu að hefjast í mars en var ítrekað frestað vegna deilna um fangaskipti sem samþykkt voru í febrúar eftir að Bandaríkin og Talíbanar komust að samkomulagi. Þá hafa átök í landinu einnig verið lítil síðan þá. Í samningi Bandaríkjanna og Talíbana var sett fram tímalína um brottfall erlendra hersveita frá landinu en í staðin þurftu Talíbanar að tryggja það að hryðjuverkastarfsemi myndi líða undir lok. Það tók meira en ár að skrifa undir samninginn og talið er að viðræður Talíbana og afganskra yfirvalda muni taka enn lengri tíma. Margir hafa lýsti yfir áhyggjum yfir að þau réttindi sem konum hafa verið tryggð fái að fjúka í viðræðunum. Þá munu Talíbanar þurfa að kynna hugmyndir sínar um stjórnkerfi landsins. Hingað til hafa þeir lítið sagt en hafa þó lýst því yfir að þeir vilji sjá „íslamskt“ stjórnkerfi en að það „taki tillit til flestra hópa.“ Þá er talið að viðræðurnar muni varpa ljósi á það hvernig vígahópurinn hafi breyst frá því á tíunda áratugnum, þegar hann fór með stjórn landsins og stjórnaði með „öfgafullri túlkun“ Shari‘a laga, íslamskra trúarlaga.
Afganistan Bandaríkin Katar Tengdar fréttir Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15 Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Tíu látnir eftir árás á bílalest varaforsetans Tíu manns hið minnsta eru látnir eftir að sprengjuárás var gerð á bílalest afganska varaforsetans Amrullah Saleh í höfuðborginni Kabúl. 9. september 2020 08:15
Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í 2. september 2020 08:42
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26