Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2020 19:00 Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira