Snorri Steinn: Eflaust góður sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2020 20:33 Ha?! Snorri Steinn Guðjónsson hissa á svip. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH, 30-33, í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH, 30-33, í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld. 12. september 2020 20:27