Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:30 Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir lokasókn Þórsliðsins í leiknum á móti Aftureldingu. Skjámynd/S2 Sport Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira