Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2020 11:48 Benedikt Jóhannesson ætlar að hella sér aftur út í stjórnmálinn. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira