Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2020 15:36 Umræða umuppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni er aftur farin af stað. Mynd/Zeppelin arkitektar Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47