Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2020 08:41 Alexei Navalní dvelur nú á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“ Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, sem nýtur nú aðhlynningar á sjúkrahúsi í Berlín, hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins. Navalní á að hafa rætt við saksóknara í Þýskalandi um eitrunina þar sem þetta kom fram. Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Honum var flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga. Navalní birti í morgun fyrstu myndina af sér frá sjúkrastofu sinni á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram , . . , . . , . . , . A post shared by (@navalny) on Sep 15, 2020 at 2:38am PDT Skýr í hugsun New York Times hefur eftir heimildarmanni sínum að Navalní, sem hefur verið einn fyrirferðamesti stjórnarandstæðingurinn í landinu síðustu ár, sé nú skýr í hugsun og vel meðvitaður um að hvað gerðist og hvar hann sé niður kominn. Frönsk og sænsk stjórnvöld staðfestu í gær niðurstöður Þjóðverja um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. Hafa rússnesk stjórnvöld verið sökuð um aðkomu að tilræðinu, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti á að hafa tjáð Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, að honum þyki það „óviðeigandi“ að saka rússnesk stjórnvöld um að hafa eitrað fyrir Navalní. Alexei Navalní.EPA Segja Rússar engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní og varpað fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní. Hyggst ekki lifa í útlegð í Þýskalandi Mikil öryggisgæsla hefur verið á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní dvelur. Í samtali við saksóknarann á Navalní að hafa hafnað beiðni rússneskra stjórnvalda að starfa saman að rannsókn málsins. Þegar Navalní jafni sig ætli hann sér svo að snúa aftur til Rússlands. „Hann ætlar sér ekki að lifa í útlegð í Þýskalandi. Hann vill aftur heim til Rússlands og vill halda baráttu sinni áfram.“
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38
Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. 14. september 2020 10:54
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent