Austurland mikilvæg gátt inn í landið Benedikt Vilhjálmsson Varén skrifar 15. september 2020 13:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar