Austurland mikilvæg gátt inn í landið Benedikt Vilhjálmsson Varén skrifar 15. september 2020 13:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, þegar eldri grasflugbraut vék fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt. Slitlag flugbrautarinnar er hinsvegar komið á það stig, að Öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna hefur ályktað um að flugvöllurinn þurfi nýtt malbikslag nú þegar til þess að teljast fyllilega öruggur fyrir lendingar stærri flugvélar við krefjandi veðurfarslegar aðstæður. Hækka þarf þjónustustig við flugfélög sem nýta flugvöllinn og sjá til þess að eldsneytisgjald sé það sama um land allt. Stærra flughlað er jafnframt aðkallandi, þegar millilandaflug kemst í fyrra horf og full ástæða er að hafa áhyggjur af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesi og þeim vanda sem landsmenn lenda í þegar fer að gjósa, sé ekki annar valkostur í boði til að sinna millilandaflugi. Byggja þarf nýja flugstöð í náinni framtíð og eru til metnaðarfullar hugmyndir um öflugan þjónustukjarna í þeim áætlunum. Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Nokkrir möguleikar eru í ferðaþjónustu með beinu flugi inn á Egilsstaðaflugvöll Ferðamenn sem koma inn á Austurland. Ferðamenn í hringferð um landið. Íslendingar í ferðalög til útlanda. Skipta út farþegum á skemmtiferðaskipum. Flug og ferja í samvinnu við Smyril-Line. Auknir möguleikar eru á flugi með fiskafurðir á markað: Egilsstaðaflugvöllur er miðsvæðis útgerða- og fiskiræktarstaða. Flutningur verðmætra afurða úr söltu og ósöltu vatni. Framleiðslufyrirtækin eru frá Höfn í suðri að Eyjafirði í norðri. Markaðssvæðið er beggja megin Atlantsála. Einhverjir möguleikar eru á innflutningi til Íslands um Egilsstaðaflugvöll. Kveða þarf niður þá mýtu, að megnið af innflutningi þurfi að fara um Reykjavík. Austurland er hin gáttin Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. Kolefnaspor í flutningum Með því að nota Austurland meira í millilandaviðskiptum sparast tími og jafnframt verður kolefnisspor landsins minna. Ríkir hagsmunir Fljótsdalshérað er einn af þeim stöðum á Íslandi, sem ekki hefur sterkan bakhjarl í atvinnulegu tilliti, hvorki öflug útgerðafyrirtæki né orkufrekan iðnað og þarf því að seilast dýpra í vasa íbúanna en eðlilegt getur talist, til að standa undir lögboðnum verkefnum. Ríkisstjórnin ætti því að sjá um að standa myndarlega að uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og fullnýta kosti hans, ekki síst þegar sterk rök eru með því. Höfundur skipar 11. sætið á framboðslista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar