Listin að gera ekki neitt Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. september 2020 13:30 Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun