Keflavík vann ÍBV í mikilvægum leik í Eyjum | Sjáðu mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 17:45 Kian Paul James Williams skoraði eitt marka Keflavíkur er liðið vann ÍBV í mikilvægum leik í Lengjudeildinni á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira