Keflavík vann ÍBV í mikilvægum leik í Eyjum | Sjáðu mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 17:45 Kian Paul James Williams skoraði eitt marka Keflavíkur er liðið vann ÍBV í mikilvægum leik í Lengjudeildinni á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Keflavík vann frábæran sigur á ÍBV í Lengjudeildinni á laugardaginn var. Sigurinn setur Keflavík í einkar góða stöðu á meðan vonir ÍBV um sæti í Pepsi Max deildinni að ári fara dvínandi. Josep Arthur Gibbs getur ekki hætt að skora í liði Keflavíkur og kom hann liðinu yfir á 12. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu. Lengi vel leit út að leikurinn myndi einfaldlega enda 1-0 Keflavík í vil en svo var aldeilis ekki. Þegar komið var á 83. mínútu leiksins átti Keflavík sókn. Gibbs gaf á Kian Paul James Williams sem var við vítapunktinn en skot hans hafnaði í stönginni. Þaðan barst boltinn til Gibbs sem gat ekki annað en skorað, hans 18. mark í aðeins 14 leikjum í sumar. Aðeins þremur mínútum síðar var það svo Kian sem tryggði Keflavík sigurinn eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Þór Sigurgeirssyni inn á teig. Kian snéri varnarmenn ÍBV af sér og lagði boltann í hornið. Önnur stoðsending Rúnars Þórs í leiknum en hann átti aukaspyrnuna sem rataði á kollinn á Gibbs í fyrsta marki leiksins. Jón Jökull Hjaltason minnkaði muninn fyrir ÍBV í uppbótartíma en nær komust heimamenn ekki. Frábær sigur Keflvíkinga staðreynd sem eru nú í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Fram sem sitja í toppsætinu. Toppliðin mætast á morgun klukkan 16:30 í Keflavík. ÍBV – sem leikur nú gegn Leikni F. á heimavelli – eru dottnir niður í 4. sæti deildarinnar. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum frá því á laugardag. Klippa: Keflavík valtaði yfir ÍBV
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF ÍBV Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira