Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 17:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Stöð 2 Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46
Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00