Vilja íbúakosningu fyrir endanlega afgreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2020 12:05 Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Mynd/Akureyrarbær Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu. Fjallað hefur verið um málið ítarlega í fjölmiðlum frá því að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu litu dagsins ljós. Þær gerðu ráð fyrir hærri byggingum en nú er ráðgert, en skipulagsráð bæjarins hefur lagt til að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli, allt að sex til átta hæðir eftir útfærslu, í stað fimm til ellefu samkvæmt fyrstu hugmyndum. Umræddur reitur afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er að mestu athafnasvæði, fyrir utan eina einbýlishúsalóð. Umræðuna um málið á fundi bæjarstjórnar í gær má sjá hér að neðan. Umræðan hefst þegar um átta mínútur eru liðnar. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í gær þar sem tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa VG. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en létu einnig bóka að aðalskipulagsbreytingin verði ekki afgreitt nema að undangenginni íbúakosningu. Telja málið henta vel í íbúakosningu Í samtali við Vísi segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að málið sé að mörgu leyti tilvalið í íbúakosningu, það sé ágæt leið til að fá fram hver vilji bæjarbúa sé varðandi framtíð þessa svæðis. „Við vitum í rauninni ekkert um það þótt að það sé komnir 1.900 til 2.000 manns á einhvern Facebook-lista hver raunverulegur vilji bæjarbúa er. Þannig að við teljum að þetta sé ágætis mál í íbúakosningu,“ segir Gunnar og vísar þar í Facebook-hóp sem spratt upp síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri uppbyggingu er mótmælt. „Hvaða hugmyndir hefur fólk um það hvernig Eyrin á að líta út til framtíðar? Vilja menn hafa þarna lágreista byggð heilt yfir eða má þetta fara eitthvað hærra?,“ segir Gunnar að auki. Hvar er málið statt? Sem fyrr segir stendur skipulagsvinnan nú yfir. Drög að breytingum voru fyrst kynntar í vor og eftir að fjölmargar athugasemdir bárust var afgreiðslu málsins frestað í sumar. Eftir viðræður við fulltrúa hverfisnefndar Oddeyrar, eigendur mannvirkja á svæðinu og þróunaraðila, sem er verktakafyrirtækið SS Byggir, samþykkti skipulagsráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við skipulagslög. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Eftir að bæjarstjórn samþykkti tillögun verður hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Geri stofnunin ekki athugasemd við tillöguna verður hún auglýst í sex vikur. Þá gefst hagsmunaðilum, stofnunum og öðrum tækifæri til þess að gera athugasemdir við tillöguna. Að því loknu verður tillagan tekin til umfjöllunar í skipulagsráði og bæjarstjórn, auk þess sem að afstaða verður tekin til hugsanlegra breytinga á tillögunni og athugasemda. Þá fá þeir sem sendu inn athugasemdir umsagnir um athugasemdirnar frá skipulagsyfirvöldum. Umrætt skipulagsferli sem nú er í gangi má sjá hér fyrir neðan en eftir að bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna er skipulagsferlið nú í þrepi fjögur, sem er rauðmerkt. Ferli vegna breytingar á aðalskipulagi.Skipulagsstofnun Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu. Fjallað hefur verið um málið ítarlega í fjölmiðlum frá því að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu litu dagsins ljós. Þær gerðu ráð fyrir hærri byggingum en nú er ráðgert, en skipulagsráð bæjarins hefur lagt til að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli, allt að sex til átta hæðir eftir útfærslu, í stað fimm til ellefu samkvæmt fyrstu hugmyndum. Umræddur reitur afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri sem nú er að mestu athafnasvæði, fyrir utan eina einbýlishúsalóð. Umræðuna um málið á fundi bæjarstjórnar í gær má sjá hér að neðan. Umræðan hefst þegar um átta mínútur eru liðnar. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi sínum í gær þar sem tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa VG. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en létu einnig bóka að aðalskipulagsbreytingin verði ekki afgreitt nema að undangenginni íbúakosningu. Telja málið henta vel í íbúakosningu Í samtali við Vísi segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að málið sé að mörgu leyti tilvalið í íbúakosningu, það sé ágæt leið til að fá fram hver vilji bæjarbúa sé varðandi framtíð þessa svæðis. „Við vitum í rauninni ekkert um það þótt að það sé komnir 1.900 til 2.000 manns á einhvern Facebook-lista hver raunverulegur vilji bæjarbúa er. Þannig að við teljum að þetta sé ágætis mál í íbúakosningu,“ segir Gunnar og vísar þar í Facebook-hóp sem spratt upp síðastliðið föstudagskvöld þar sem þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar fyrirhugaðri uppbyggingu er mótmælt. „Hvaða hugmyndir hefur fólk um það hvernig Eyrin á að líta út til framtíðar? Vilja menn hafa þarna lágreista byggð heilt yfir eða má þetta fara eitthvað hærra?,“ segir Gunnar að auki. Hvar er málið statt? Sem fyrr segir stendur skipulagsvinnan nú yfir. Drög að breytingum voru fyrst kynntar í vor og eftir að fjölmargar athugasemdir bárust var afgreiðslu málsins frestað í sumar. Eftir viðræður við fulltrúa hverfisnefndar Oddeyrar, eigendur mannvirkja á svæðinu og þróunaraðila, sem er verktakafyrirtækið SS Byggir, samþykkti skipulagsráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst í samræmi við skipulagslög. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Eftir að bæjarstjórn samþykkti tillögun verður hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar. Geri stofnunin ekki athugasemd við tillöguna verður hún auglýst í sex vikur. Þá gefst hagsmunaðilum, stofnunum og öðrum tækifæri til þess að gera athugasemdir við tillöguna. Að því loknu verður tillagan tekin til umfjöllunar í skipulagsráði og bæjarstjórn, auk þess sem að afstaða verður tekin til hugsanlegra breytinga á tillögunni og athugasemda. Þá fá þeir sem sendu inn athugasemdir umsagnir um athugasemdirnar frá skipulagsyfirvöldum. Umrætt skipulagsferli sem nú er í gangi má sjá hér fyrir neðan en eftir að bæjarstjórn samþykkti að auglýsa tillöguna er skipulagsferlið nú í þrepi fjögur, sem er rauðmerkt. Ferli vegna breytingar á aðalskipulagi.Skipulagsstofnun
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36 Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1,7 þúsund manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. 14. september 2020 15:36
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47