Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 12:30 Það er gríðarlega mikið í húfi í dag fyrir KR og íslenskan fótbolta. VÍSIR/BÁRA Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar. KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar.
KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30
Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00