Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Andri Már Eggertsson skrifar 17. september 2020 18:35 Hjörtur Logi Valgarðsson reyndist hetja FH-inga er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Víkingum Reykjavík með frábæru marki. Vísir/Hulda Margrét Í dag fór fram frestaður leikur FH og Víkings vegna Evrópuleiki félagana. FH var í góðum gír fyrir leik þar sem þeir höfðu unni bæði Stjörnuna og Breiðablik. Á meðan hafði Víkingur ekki unnið leik síðan 19 júlí á móti ÍA. Gangur leiksins Jafnræði var með liðunum framan af leik þar sem lítið var um opinn marktækifæri. Steven Lennon fékk dauðafæri þegar rúmlega korter var búið af leiknum þar sem Kári Árnason ætlaði að skalla boltann frá marki en skallaði í samherja og þar datt boltinn beint fyrir Lennon sem var kominn einn á móti Ingvari í markinu sem varði vel en boltinn var þó ekki langt undan þar sem Lennon tókst að ná knettinum og náði þar góðu skoti sem Ingvar Jónsson sá fyrir. Ingvar Jónsson hélt sínum góða leik áfram þar sem hann varði gott skot frá Ólafi Karli Finsen sem lék á varnarmann Víkings og átti síðan skot sem Ingvar varði. FH braut síðan ísinn með marki frá Hirti Loga Valgarðssyni, Hörður Ingi Gunnarsson átti góða sendingu frá hægri kantinum inn í teiginn þar var Hjörtur mættur og hamraði boltanum í nær hornið og kom FH í 1-0 forystu inn í hálfleikinn. Steven Lennon og Hjörtur Logi fagna því sem reyndist sigurmarkið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði rólega líkt og sá fyrri. Víkingur hélt betur í boltann og reyndi að spila sín á milli á meðan FH beitti skyndisóknum. Það kom líf í sóknarleik FH þegar þeir gerðu tvöfalda breytingu með því að setja Jónatan Inga og Atla Guðnason inná. Jónatan komst í góðar stöður þegar hann fékk mikið svæði til að hlaupa á vörn Víkinga sem skilaði marki frá Atla Guðna en Steven Lennon var dæmdur rangstæður í uppbyggingu þess færi. Víkingar fengu fín færi til að jafna leikinn sérstaklega Erlingur Agnarsson sem klikkaði á algjöru dauðafæri þar sem Gunnar Nielsen varði vel í marki FH. Leikurinn endaði með 1-0 sigri FH sem lyfti þeim í annað sæti deildarinnar. FH-ingar fagna sigrinum.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH voru með eitt markmið fyrir leik og það var að sækja þrjú stig og var ljóst að þeim var alveg sama hvernig þeir ætla gera það. Þeir skoruðu þegar tæpar 40 mínútur voru búnar af leiknum með góðu skoti frá Hirti Loga. Eftir að hafa komist í 1-0 vörðust þeir mjög vel og fengu góða markvörslu frá Gunnari Nielsen. Víkingur fékk mikið af hornspyrnum sem FH skallaði nánast allar beint frá marki. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Nielsen var frábær í marki FH hann varði vel þegar á því þurfti að halda og eins stóð hann vaktina vel í teignum þegar hann þurfti að koma út og taka boltann. Gunnar var flottur í marki FH í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason var mjög góður á miðjunni hann lét Eggert Gunnþór finna mikið fyrir því í barráttunni sem og aðra miðjumenn FH. Hann komst einnig í góð færi og ekki vantaði mikið upp á að hann myndi skora. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var ekki merkilegur á köflum þeir sköpuðu sér lítið sóknarlega, það kom smá kraftur þegar Jónatan kom inná sem þeir nýttu ekki nógu vel. Færanýting Víkinga hefði getað verið talsvert betri, þeir fengu mörg mjög góð færi til að skora mark í leiknum en alltaf var Gunnar Nielsen mættur til að verja eða hvít treyja sem kom hættunni frá markinu. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og eru fimm leikir á dagskrá í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn. FH fer á Würth völlinn og mætir Fylki klukkan 17:00. Víkingur fær HK í heimsókn sama dag klukkan 19:15 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eiður Smári telur að FH geti ekki alltaf spilað fullkomlega.Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári: Getum ekki alltaf spilað fullkominn leik „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í dag, ég var óánægður með byrjunina hjá okkur, við áttum ágætis kafla í miðjum fyrri hálfleik og skoruðum kærkomið mark. Ekki var þetta fallegt í lokinn þar sem strákarnir sýndu mikinn karakter og börðust fyrir hverjum einasta bolta sem kom að marki,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH eftir leik, og bætti við að markmaðurinn var vel á verði ef boltinn fór framhjá vörninni. „Frammistaðan hefur oft verið betri, Víkingar settu okkur undir mikla pressu í seinni hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir, við fengum nokkrar skyndisóknir til að klára leikinn sem gekk ekki,” sagði Eiður sem hefði vel tekið öðru marki til að róa taugarnar á bekknum. Pétur Viðarsson átti að byrja leikinn í dag en meiddist í upphitun. Pétur tognaði og fann það að hann gat ekki byrjað leikinn, þegar stutt er á milli leikja þá sést það á liðinu þar sem leikmenn eru að togna og detta í meiðsli, Eiður talaði síðan um að liðið verði að nýta hvíldina vel því það er stutt milli leikja. Þjálfarateymi FH gerði tvöfalda breytingu þegar tæplega klukkutími var liðin af leiknum þar sem hann setti Atla Guðna og Jónatan Inga í liðið. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík
Í dag fór fram frestaður leikur FH og Víkings vegna Evrópuleiki félagana. FH var í góðum gír fyrir leik þar sem þeir höfðu unni bæði Stjörnuna og Breiðablik. Á meðan hafði Víkingur ekki unnið leik síðan 19 júlí á móti ÍA. Gangur leiksins Jafnræði var með liðunum framan af leik þar sem lítið var um opinn marktækifæri. Steven Lennon fékk dauðafæri þegar rúmlega korter var búið af leiknum þar sem Kári Árnason ætlaði að skalla boltann frá marki en skallaði í samherja og þar datt boltinn beint fyrir Lennon sem var kominn einn á móti Ingvari í markinu sem varði vel en boltinn var þó ekki langt undan þar sem Lennon tókst að ná knettinum og náði þar góðu skoti sem Ingvar Jónsson sá fyrir. Ingvar Jónsson hélt sínum góða leik áfram þar sem hann varði gott skot frá Ólafi Karli Finsen sem lék á varnarmann Víkings og átti síðan skot sem Ingvar varði. FH braut síðan ísinn með marki frá Hirti Loga Valgarðssyni, Hörður Ingi Gunnarsson átti góða sendingu frá hægri kantinum inn í teiginn þar var Hjörtur mættur og hamraði boltanum í nær hornið og kom FH í 1-0 forystu inn í hálfleikinn. Steven Lennon og Hjörtur Logi fagna því sem reyndist sigurmarkið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði rólega líkt og sá fyrri. Víkingur hélt betur í boltann og reyndi að spila sín á milli á meðan FH beitti skyndisóknum. Það kom líf í sóknarleik FH þegar þeir gerðu tvöfalda breytingu með því að setja Jónatan Inga og Atla Guðnason inná. Jónatan komst í góðar stöður þegar hann fékk mikið svæði til að hlaupa á vörn Víkinga sem skilaði marki frá Atla Guðna en Steven Lennon var dæmdur rangstæður í uppbyggingu þess færi. Víkingar fengu fín færi til að jafna leikinn sérstaklega Erlingur Agnarsson sem klikkaði á algjöru dauðafæri þar sem Gunnar Nielsen varði vel í marki FH. Leikurinn endaði með 1-0 sigri FH sem lyfti þeim í annað sæti deildarinnar. FH-ingar fagna sigrinum.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH voru með eitt markmið fyrir leik og það var að sækja þrjú stig og var ljóst að þeim var alveg sama hvernig þeir ætla gera það. Þeir skoruðu þegar tæpar 40 mínútur voru búnar af leiknum með góðu skoti frá Hirti Loga. Eftir að hafa komist í 1-0 vörðust þeir mjög vel og fengu góða markvörslu frá Gunnari Nielsen. Víkingur fékk mikið af hornspyrnum sem FH skallaði nánast allar beint frá marki. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Nielsen var frábær í marki FH hann varði vel þegar á því þurfti að halda og eins stóð hann vaktina vel í teignum þegar hann þurfti að koma út og taka boltann. Gunnar var flottur í marki FH í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Kristall Máni Ingason var mjög góður á miðjunni hann lét Eggert Gunnþór finna mikið fyrir því í barráttunni sem og aðra miðjumenn FH. Hann komst einnig í góð færi og ekki vantaði mikið upp á að hann myndi skora. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var ekki merkilegur á köflum þeir sköpuðu sér lítið sóknarlega, það kom smá kraftur þegar Jónatan kom inná sem þeir nýttu ekki nógu vel. Færanýting Víkinga hefði getað verið talsvert betri, þeir fengu mörg mjög góð færi til að skora mark í leiknum en alltaf var Gunnar Nielsen mættur til að verja eða hvít treyja sem kom hættunni frá markinu. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og eru fimm leikir á dagskrá í Pepsi Max deildinni á sunnudaginn. FH fer á Würth völlinn og mætir Fylki klukkan 17:00. Víkingur fær HK í heimsókn sama dag klukkan 19:15 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eiður Smári telur að FH geti ekki alltaf spilað fullkomlega.Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári: Getum ekki alltaf spilað fullkominn leik „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í dag, ég var óánægður með byrjunina hjá okkur, við áttum ágætis kafla í miðjum fyrri hálfleik og skoruðum kærkomið mark. Ekki var þetta fallegt í lokinn þar sem strákarnir sýndu mikinn karakter og börðust fyrir hverjum einasta bolta sem kom að marki,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH eftir leik, og bætti við að markmaðurinn var vel á verði ef boltinn fór framhjá vörninni. „Frammistaðan hefur oft verið betri, Víkingar settu okkur undir mikla pressu í seinni hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir, við fengum nokkrar skyndisóknir til að klára leikinn sem gekk ekki,” sagði Eiður sem hefði vel tekið öðru marki til að róa taugarnar á bekknum. Pétur Viðarsson átti að byrja leikinn í dag en meiddist í upphitun. Pétur tognaði og fann það að hann gat ekki byrjað leikinn, þegar stutt er á milli leikja þá sést það á liðinu þar sem leikmenn eru að togna og detta í meiðsli, Eiður talaði síðan um að liðið verði að nýta hvíldina vel því það er stutt milli leikja. Þjálfarateymi FH gerði tvöfalda breytingu þegar tæplega klukkutími var liðin af leiknum þar sem hann setti Atla Guðna og Jónatan Inga í liðið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti