Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 19:20 Hér sést í vesturátt að hluta hinnar risavöxnu lóðar í Vesturbugtinni. Loðin liggur fjölbýlishúsinu á myndinni að slippnum í Reykjavíkurhöfn. Stöð 2/Baldur Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson. Skipulag Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Stefnt er að því að hundrað og níutíu íbúðir verði risnar í Vesturbugt við gamla slippinn í Reykjavík innan fimm ára. Verkefnið hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var kynnt fyrst og íbúðum fjölgað. Í maí 2017 skrifuðu Reykjavíkurborg og byggingarfélagið Vesturbugt undir samning um byggingu 176 íbúða á einstakri og stórri lóð í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018. Það dróst hins vegar af ýmsum ástæðum en nú er stefnt að því að hefja framkvæmdir næsta vor. Svona gæti hluti Vesturbugtar litið út innan fimm ára.Grafík mynd/Vesturbugt Félagið Vesturbugt er í eigu VSÓ og Kaldalóns og var stofnað utan um verðlaunatillögu um uppbyggingu svæðisins. Eftir nánari skoðun á hugmyndinni og með tilliti til markaðsaðstæðana hefur íbúðunum verið fjölgað um fjórtan. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir það einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við gömlu höfnina.Stöð 2/Baldur Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri kaldalóns segir að nú sé áhersla lögð á litlar og meðalstórar íbúðir. En áður hafði nokkur fjöldi íbúða verið í stærri kantinum sem nokkuð hafi verið byggt af annars staðar á miðborgarsvæðinu. Framtíðarsýn að Vesturbugtinni frá Sjóminjasafninu.Grafík mynd/Vesturbugt „Við stöndum hér við Hlésgötuna. Vestan meginn verður Hlésgata eitt og austan megin Hlésgata tvö. Það verða væntanlega um 120 íbúðir í seinni áfanganum sem er Hlésgata eitt og sjötíu íbúðir austan megin á Hlésgötu tvö,“ segir Jónas. Íbúðirnar verði í fimmtán byggingum með þjónustu á neðstu hæðum í útjöðrum og samkvæmt samningi fái borgin hluta húsnæðisins til ráðstöfunar. „Borgin fær eins og gert var ráð fyrir í samningnum einhverja fjögur þúsund fermetra. Undir íbúðir í félagslega kerfinu, stúdenta og félagsbústaði,“ segir Jónas. Það sé einstakt tækifæri að fá að þróa byggð á þessari lóð við höfnina. Nýja byggðin mun ná upp að lóðarmörkum gamla húsins fremst á myndinni sem mun standa áfram.Grafík mynd/Vesturbugt „Hún er alveg sérstök að því leytinu til að hún snýr auðvitað beint að höfninni til norðurs. Stutt í miðbæinn en hefur samt ákveðna friðsæld frá umferðarmesta svæðinu,“ segir Jónas. Ef allt gangi eftir verði fyrsta áfanga lokið 2023. „Hinn gæti byrjað ári eftir að sá fyrri fer af stað. Þá er þetta vonandi búið öðru hvoru meginn við 2024 og 2025 ef allt gengur upp,“ segir Jónas Þór Þorvaldsson.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira