Nýi CrossFit stjórinn gaf tóninnn fyrir heimsleikana með því að gera fyrstu æfinguna sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:45 Eric Roza á ekki bara CrossFit því hann elskar líka að stunda CrossFit. Skjámynd/Youtube Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð