Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2020 16:59 Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“ Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“
Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira