Stefnumót um velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. september 2020 08:00 Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar