Stundin þegar Katrín Tanja fékk að vita að hún væri komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og og Ben Bergeron eftir að ljóst var að okkar kona væri komin áfram en myndir er af Instagram síðu CrossFit samtakanna. Mynd/Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir var eini íslenski keppandinn sem komst í ofurúrslitin á heimsleikunum í CrossFit en Katrín Tanja náði fjórða sætinu í kvennaflokki. Þetta er mikið afrek enda var keppnin afar hörð og það mátti ekkert fara úrskeiðis. Það hafði gengið mikið á hjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sumar og um tíma ætlaði hún ekki að taka þátt í heimsleikunum. Það bjuggust ekki margir við því að henni tækist að komast í fimm manna ofurúrslit. Eftir ekki alltof sannfærandi byrjun virtist sú spá vera að rætast en þegar á reyndi þá sýndi Katrín Tanja úr hverju hún var gerð. Katrín byrjaði seinni daginn á því að vinna tvær fyrstu greinarnar og gerbreytti um leið stöðunni hjá sér. Óvenjulegar aðstæður á heimsleikunum í ár urðu til þess að keppendur vissu lítið sem ekkert um stöðuna hjá sér eftir hverja grein. Þessi staðreynd gerði stundina þegar fréttirnar loksins bárust enn dramatískari. Katrín Tanja var í þriðja sæti fyrir síðustu greinina en datt niður um eitt sæti í lokagreininni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún tryggði sér sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu. CrossFit samtökin voru með myndavélar á Katrínu Tönju þegar CrossFit opinberaði það hver væri fjórða konan sem væri komin áfram. „Ég kom til að berjast og gæti ekki verið meira stolt af þessari helgi. Við gerðum allt sem við gátum og núna bíðum við,“ hefur CrossFit eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttir en hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Katrín Tanja fær fréttirnar. View this post on Instagram I came to FIGHT & I couldn t be more proud of this weekend We did all we could & now: We WAIT! Whatever the results, the last event was INCREDIBLE for me, I found myself again on the floor. I took it all in, soaked up the experience & found the tiger hehe. This weekend was FREAKIN COOL. When ever will we get to do something like this?!?!?!!! See you in California, @katrintanja #CrossFitGames - #FinalFive Games.CrossFit.com Link in bio. @mikekoslap A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 20, 2020 at 9:40pm PDT Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá áhyggjusvipinn á Katrínu Tanja breytast snögglega í mikla gleði við góðu fréttirnar og hún faðmar strax þjálfara sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron tók upp á ýmsu við að undirbúa Katrínu Tönju í sumar en bar greinilega árangur. Það má sjá tilfinningarnar flæða yfir Katrínu Tönju og Ben Bergeron eftir að úrslitin eru ljós og þetta er mjög falleg stund. Það þarf alvöru keppniskonu til að skilja eftir lætin í kringum eiganda CrossFit þar sem hún var í miðjum storminum og ná að einbeita sér að æfingunum. Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari og CrossFit heimurinn fékk að sjá af hverju með frammistöðu hennar um helgina. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir var eini íslenski keppandinn sem komst í ofurúrslitin á heimsleikunum í CrossFit en Katrín Tanja náði fjórða sætinu í kvennaflokki. Þetta er mikið afrek enda var keppnin afar hörð og það mátti ekkert fara úrskeiðis. Það hafði gengið mikið á hjá Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sumar og um tíma ætlaði hún ekki að taka þátt í heimsleikunum. Það bjuggust ekki margir við því að henni tækist að komast í fimm manna ofurúrslit. Eftir ekki alltof sannfærandi byrjun virtist sú spá vera að rætast en þegar á reyndi þá sýndi Katrín Tanja úr hverju hún var gerð. Katrín byrjaði seinni daginn á því að vinna tvær fyrstu greinarnar og gerbreytti um leið stöðunni hjá sér. Óvenjulegar aðstæður á heimsleikunum í ár urðu til þess að keppendur vissu lítið sem ekkert um stöðuna hjá sér eftir hverja grein. Þessi staðreynd gerði stundina þegar fréttirnar loksins bárust enn dramatískari. Katrín Tanja var í þriðja sæti fyrir síðustu greinina en datt niður um eitt sæti í lokagreininni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún tryggði sér sæti í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í Kaliforníu. CrossFit samtökin voru með myndavélar á Katrínu Tönju þegar CrossFit opinberaði það hver væri fjórða konan sem væri komin áfram. „Ég kom til að berjast og gæti ekki verið meira stolt af þessari helgi. Við gerðum allt sem við gátum og núna bíðum við,“ hefur CrossFit eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttir en hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Katrín Tanja fær fréttirnar. View this post on Instagram I came to FIGHT & I couldn t be more proud of this weekend We did all we could & now: We WAIT! Whatever the results, the last event was INCREDIBLE for me, I found myself again on the floor. I took it all in, soaked up the experience & found the tiger hehe. This weekend was FREAKIN COOL. When ever will we get to do something like this?!?!?!!! See you in California, @katrintanja #CrossFitGames - #FinalFive Games.CrossFit.com Link in bio. @mikekoslap A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 20, 2020 at 9:40pm PDT Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá áhyggjusvipinn á Katrínu Tanja breytast snögglega í mikla gleði við góðu fréttirnar og hún faðmar strax þjálfara sinn Ben Bergeron. Ben Bergeron tók upp á ýmsu við að undirbúa Katrínu Tönju í sumar en bar greinilega árangur. Það má sjá tilfinningarnar flæða yfir Katrínu Tönju og Ben Bergeron eftir að úrslitin eru ljós og þetta er mjög falleg stund. Það þarf alvöru keppniskonu til að skilja eftir lætin í kringum eiganda CrossFit þar sem hún var í miðjum storminum og ná að einbeita sér að æfingunum. Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari og CrossFit heimurinn fékk að sjá af hverju með frammistöðu hennar um helgina.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira