Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2020 18:05 Kehdr-fjölskyldan hefur verið í felum síðustu daga. Stöð 2/Skjáskot Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem til stendur að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskaði í gær eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Kehdr-fjölskyldunnar frá Egyptalandi sem vísa átti úr landi í síðustu viku. Á samfélagsmiðlum hafa verið í dreifingu tölvupóstar sem sendir hafa verið á uppgefið netfang lögreglu með upplýsingum sem virðast ekki standast skoðun. Einnig er verið að deila póstum þar sem fólk gefur upp eigið heimilisfang undir myllumerkinu þau eru hjá mér. Þá hefur verið stofnuð síða þar sem heimilisfang að handahófi er með einum smelli sent á lögreglu. Að sögn lögreglu hefur einmitt fjöldi ábendinga borist. „Þetta eru einhverjir tugir. Ég hef því miður ekki hat tíma til að telja það en það er töluverður fjöldi sem hefur borist. Það er hægt að vinn með eitthvað en annað er ekki hægt að vinna með,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Einhverjum ábendingum hefur verið fylgt eftir. „Við höfum kannski ekki farið í hús en við höfum farið og skoðað þá staði sem verið er að benda okkur á. En það er eitthvað sem við gerum bara í ró og næði og með yfirveguðu ráði.“ En eruð þið engu nær? „Því miður ekki eins og er, en við vonumst til að þetta gerist eins fljótt og hægt er,“ segir Guðbrandur. Lögmaður fjölskyldunnar lagði í fram í héraðsdómi í gær stefnu og beiðni um flýtimeðferð. Í stefnu segir meðal annars að stjórnvöld hafi ekki framkvæmt heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Að sögn Guðbrands er stoðdeildin enn með á borði sínu verkbeiðni um að vísa fjölskyldunni úr landi. Á meðan svo er verði unnið að því að framkvæma það. Hann telur víst að einhver sé að skjóta skjólhúsi yfir fólkið, ekki liggi fyrir hvort það sé refsivert. „Það verður að segjast að það er langlíklegast að þau hafi fengið aðstoð við þetta frá einhverjum aðilum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent