Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 07:36 Alexei Navalní með eiginkonu sinni Júlíu, á svölum sjúkrastofu hans á Charité-sjúkrahússins í Berlín. Instagram Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33