Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 12:39 Sex flokkar í bæjarstjórn Akureyrar mynduðu nýja samstjórn flokkanna í bæjarstjórn í gær til að glíma sameiginlega við þann vanda sem blasir við bænum vegna kórónufaraldursins. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk. Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42