Kreppan að skella á fólki í ferðaþjónustunni af miklum þunga Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2020 10:37 Ferðamenn eru flognir af landi brott og þar með er tekjulindin horfin. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira