Gjörbylting í meðferð krabbameina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. september 2020 19:00 Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“ Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gjörbylting hefur orðið síðustu ár í meðferð krabbameinsveikra með nýjum líftæknilyfjum. Maður sem greindist með alvarlegasta stig krabbameins sem hafði dreift sér, læknaðist eftir slíka meðferð. Í mars 2018 greindist Þorsteinn Fr. Sigurðsson með 4. stigs ólæknandi krabbamein. Hann lét vini sína og fjölskyldu vita af alvarleika málsins. Þorsteinn Fr. Sigurðsson greindist með fjórða stigs ólæknandi krabbamein árið 2018 en nú í lok ágúst var hann læknaður af meininu.Stöð 2 Það var svo í lok ágúst sem hann sagði frá kraftaverki, hann væri læknaður af krabbameininu en um var að ræða sortuæxli sem hafði dreift sér í lungu, nýru og lifur. Hann rakti sögu sína á Facebook en við greiningu hafi hann farið í mánaðarlega meðferð með nýju líftæknilyfi Nivolunab sem stóð í eitt ár. Hann fékk nokkra fylgikvilla eins og vöðvarýrnun. En líftæknilyfið virkaði og meinin minnkuðu og svo kom að segulómun sýndi að krabbameinið var horfið. Gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra „En Þorsteinn er ekki einn um að upplifa kraftaverk. Síðustu ár hefur orðið gjörbylting í meðferð krabbameinsveikra einstaklinga með nýjum líftæknilyfjum,“ segir Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameina á lyflækningasviði Landspítalans. Agnes segir að þetta eigi sérstaklega við þá sem eru með sortuæxliskrabbamein sem hefur dreift sér, lungnakrabbamein og nýrnakrabbamein. „Það er algjör bylting með þessum lyfjum þessi lyf örvar ónæmiskerfið,“ segir Agnes. Hún segir þó að fylgikvillar geti komið upp. Agnes segir að um 60% allra krabbameinssjúklinga læknist sem sé gríðarleg breyting á fáum árum. „Við höfum séð miklar breytingar hjá þeim sem greinast með krabbamein á dreifðu stigi. Það eru miklu fleiri meðferðarmöguleikar þannig að við getum gefið miklu betri meðferð.“
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Tengdar fréttir Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48