Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2020 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki tjá sig um einstök mál. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. „Þetta ferli er byggt á kerfi og regluverki sem eru settar um þessi mál. Það voru engar pólitískar ákvarðanir teknar um þessi mál,“ sagði Áslaug Arna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við fréttastofu að loknum fundi að tíðindin í gær hefðu komið honum á óvart. „Mér sýnist málið hafa ráðist af tæknilegum atriðum en þetta er ekki minn málaflokkur, hefur ekki allar upplýsingar til að úttala mig um það,“ sagði Bjarni. „En mér finnst allt um þetta mál bera þess merki að kerfið okkar hafi brugðist, kerfið er ekki að ráða við að halda utan um svona mál þannig að bæði málsmeðferðin og endanleg niðurstaða sé gegnsæ og skiljanleg og byggi á skýrum reglum.“ Hann sagði að honum sýndist mikil þörf á því að skoða allt regluverk þessa málaflokks, þannig að hægt sé að huga að mannúð en ekki síður skilvirkni kerfisins. Áslaug var spurð hvort hún væri sammála því að kerfið hefði brugðist. „Kerfið hvetur allavega til skoðunar á ýmsum þáttum laganna, þessi málsmeðferð er ekki boðleg,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvort hvaða persónulegu skoðun hún hefði á því að fjölskyldan hefði fengið hæli sagði Áslaug Arna: „Sem fyrr tjái ég mig ekki um niðurstöðu einstakra mála, þetta hvetur til þess að kerfið sé skoðað.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. „Þetta ferli er byggt á kerfi og regluverki sem eru settar um þessi mál. Það voru engar pólitískar ákvarðanir teknar um þessi mál,“ sagði Áslaug Arna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við fréttastofu að loknum fundi að tíðindin í gær hefðu komið honum á óvart. „Mér sýnist málið hafa ráðist af tæknilegum atriðum en þetta er ekki minn málaflokkur, hefur ekki allar upplýsingar til að úttala mig um það,“ sagði Bjarni. „En mér finnst allt um þetta mál bera þess merki að kerfið okkar hafi brugðist, kerfið er ekki að ráða við að halda utan um svona mál þannig að bæði málsmeðferðin og endanleg niðurstaða sé gegnsæ og skiljanleg og byggi á skýrum reglum.“ Hann sagði að honum sýndist mikil þörf á því að skoða allt regluverk þessa málaflokks, þannig að hægt sé að huga að mannúð en ekki síður skilvirkni kerfisins. Áslaug var spurð hvort hún væri sammála því að kerfið hefði brugðist. „Kerfið hvetur allavega til skoðunar á ýmsum þáttum laganna, þessi málsmeðferð er ekki boðleg,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvort hvaða persónulegu skoðun hún hefði á því að fjölskyldan hefði fengið hæli sagði Áslaug Arna: „Sem fyrr tjái ég mig ekki um niðurstöðu einstakra mála, þetta hvetur til þess að kerfið sé skoðað.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira