Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2020 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki tjá sig um einstök mál. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. „Þetta ferli er byggt á kerfi og regluverki sem eru settar um þessi mál. Það voru engar pólitískar ákvarðanir teknar um þessi mál,“ sagði Áslaug Arna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við fréttastofu að loknum fundi að tíðindin í gær hefðu komið honum á óvart. „Mér sýnist málið hafa ráðist af tæknilegum atriðum en þetta er ekki minn málaflokkur, hefur ekki allar upplýsingar til að úttala mig um það,“ sagði Bjarni. „En mér finnst allt um þetta mál bera þess merki að kerfið okkar hafi brugðist, kerfið er ekki að ráða við að halda utan um svona mál þannig að bæði málsmeðferðin og endanleg niðurstaða sé gegnsæ og skiljanleg og byggi á skýrum reglum.“ Hann sagði að honum sýndist mikil þörf á því að skoða allt regluverk þessa málaflokks, þannig að hægt sé að huga að mannúð en ekki síður skilvirkni kerfisins. Áslaug var spurð hvort hún væri sammála því að kerfið hefði brugðist. „Kerfið hvetur allavega til skoðunar á ýmsum þáttum laganna, þessi málsmeðferð er ekki boðleg,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvort hvaða persónulegu skoðun hún hefði á því að fjölskyldan hefði fengið hæli sagði Áslaug Arna: „Sem fyrr tjái ég mig ekki um niðurstöðu einstakra mála, þetta hvetur til þess að kerfið sé skoðað.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. „Þetta ferli er byggt á kerfi og regluverki sem eru settar um þessi mál. Það voru engar pólitískar ákvarðanir teknar um þessi mál,“ sagði Áslaug Arna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við fréttastofu að loknum fundi að tíðindin í gær hefðu komið honum á óvart. „Mér sýnist málið hafa ráðist af tæknilegum atriðum en þetta er ekki minn málaflokkur, hefur ekki allar upplýsingar til að úttala mig um það,“ sagði Bjarni. „En mér finnst allt um þetta mál bera þess merki að kerfið okkar hafi brugðist, kerfið er ekki að ráða við að halda utan um svona mál þannig að bæði málsmeðferðin og endanleg niðurstaða sé gegnsæ og skiljanleg og byggi á skýrum reglum.“ Hann sagði að honum sýndist mikil þörf á því að skoða allt regluverk þessa málaflokks, þannig að hægt sé að huga að mannúð en ekki síður skilvirkni kerfisins. Áslaug var spurð hvort hún væri sammála því að kerfið hefði brugðist. „Kerfið hvetur allavega til skoðunar á ýmsum þáttum laganna, þessi málsmeðferð er ekki boðleg,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvort hvaða persónulegu skoðun hún hefði á því að fjölskyldan hefði fengið hæli sagði Áslaug Arna: „Sem fyrr tjái ég mig ekki um niðurstöðu einstakra mála, þetta hvetur til þess að kerfið sé skoðað.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira