Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 13:42 Frá Þingvöllum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt. Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt.
Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira