Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54