Lóan er komin.
Frá þessu segir á Facebook-síðu Fuglaathugunarfélags Suðausturlands. Þar segir að sést hafi til heiðlóu utan við Ósland á Höfn í Hornafirði í gær.
Lóan er talin einn helsti vorboðinn hér á landi þar sem jafnan er vísað í ljóð Páls Ólafssonar; „Lóan er komin“.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.