Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2020 17:50 Rúnar Kristinsson var ekki par sáttur með Ólaf Inga eftir leik í gær. Fylkir íhugar nú að kæra KR vegna ummæla Rúnars. Samsett/Bára/Hulda Margrét Fylkir vann langþráðan sigur á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins 2-1 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu undir blálokin. Aðdragandi hennar var langur en Beitir Ólafsson – markvörður KR – fékk dæmda á sig vítaspyrnu ásamt því að fá rautt spjald að launum fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Fylkis. Ólafur Ingi féll til jarðar og þó svo að KR væri komið í sókn á hinum enda vallarins ákvað Ívar Orri Kristjánsson – dómari leiksins – á endanum að dæma vítaspyrnu og reka Beiti út af. Ólafur Ingi mætti í viðtal eftir leik þar sem hann sagði að Beitir hefði sett olnbogann í andlit sitt og að vítaspyrna hafi verið réttur dómur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Vísi eftir leik að Ólafur Ingi hefði sett upp leikrit og ekki í fyrsta skiptið. „Hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna eyðileggja leikinn á þennan hátt … þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar að leik loknum. Knattspyrnudeild Fylkis íhugar nú að kæra KR til KSÍ vegna ummæla Rúnars eftir leik. Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ólafur Ingi Skúlason, sagði í viðtali við Rikka G fyrr í dag, að Fylkir væri búið að leggja fram kæru á hendur KR en það virðist ekki alveg rétt. „Ég get staðfest að við erum að skoða hvaða leiðir við ætlum að fara í þessu máli. Við erum að skoða þetta innan félagsins vegna þess hve alvarleg ummæli er um að ræða,“ sagði Kjartan. Fylkir hefur fimm daga til að taka ákvörðun í málinu en þá rennur kærufrestur Knattspyrnusambandsins út. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagðist ekkert hafa heyrt um málið en það væri ljóst að KR-ingar myndu svara fyrir það ef málið myndi rata inn á borð til þeirra. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Fylkir vann langþráðan sigur á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins 2-1 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu undir blálokin. Aðdragandi hennar var langur en Beitir Ólafsson – markvörður KR – fékk dæmda á sig vítaspyrnu ásamt því að fá rautt spjald að launum fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Fylkis. Ólafur Ingi féll til jarðar og þó svo að KR væri komið í sókn á hinum enda vallarins ákvað Ívar Orri Kristjánsson – dómari leiksins – á endanum að dæma vítaspyrnu og reka Beiti út af. Ólafur Ingi mætti í viðtal eftir leik þar sem hann sagði að Beitir hefði sett olnbogann í andlit sitt og að vítaspyrna hafi verið réttur dómur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Vísi eftir leik að Ólafur Ingi hefði sett upp leikrit og ekki í fyrsta skiptið. „Hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna eyðileggja leikinn á þennan hátt … þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar að leik loknum. Knattspyrnudeild Fylkis íhugar nú að kæra KR til KSÍ vegna ummæla Rúnars eftir leik. Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ólafur Ingi Skúlason, sagði í viðtali við Rikka G fyrr í dag, að Fylkir væri búið að leggja fram kæru á hendur KR en það virðist ekki alveg rétt. „Ég get staðfest að við erum að skoða hvaða leiðir við ætlum að fara í þessu máli. Við erum að skoða þetta innan félagsins vegna þess hve alvarleg ummæli er um að ræða,“ sagði Kjartan. Fylkir hefur fimm daga til að taka ákvörðun í málinu en þá rennur kærufrestur Knattspyrnusambandsins út. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagðist ekkert hafa heyrt um málið en það væri ljóst að KR-ingar myndu svara fyrir það ef málið myndi rata inn á borð til þeirra.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57
Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14