Stöndum vörð um fjölskyldur og samfélag! Friðrik Már Sigurðsson skrifar 29. september 2020 13:30 Þann 22. ágúst 2019 skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarp nefndarinnar var svo kynnt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 23. september sl. Nokkur umræða hefur skapast um niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar skiptingu orlofs, en nefndin leggur til að sjálfstæður réttur hvors foreldris verði sex mánuðir, en foreldrum verði þó heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu heldur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því fram að frumvarp nefndarinnar sé aðför að fæðingarorlofskerfinu. Hann stingur uppá því að áfram verði þrír mánuðir til ráðstöfunar fyrir hvort foreldri og sex mánuðir til skiptana. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hefur einnig gert tillögu nefndarinnar að umfjöllunarefni sínu og segir að “óþolandi forræðishyggja og ósveiganleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum”. Þá hefur Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, lýst því yfir að Miðflokkurinn muni leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og geti skipt þeim með sér eins og þeim hentar. Rétt er að benda á að Vilhjálmur, Halldóra og Anna Kolbrún eru fulltrúar sinna flokka í velferðarnefnd Alþingis. Innan nefndar um heildarendurskoðun laganna skapaðist opin og gagnleg umræða um það hvernig best væri að hátta skiptingu orlofs milli foreldra. Við vinnu nefndarinnar fékk hún til sín fulltrúa ýmissa hagsmunahópa sem og fræðasamfélagsins og tel ég frumvarpið í heild sinni bera þess vitni. Fulltrúar í nefndinni voru sammála um að mikilvægt væri að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Ber að nefna að niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þáttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Annað markmið laganna er að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Ef við skoðum samþættingu brjóstagjafar og atvinnulífs þá felur frumvarp nefndarinnar það í sér að foreldri hafi nú í fyrsta sinn sex mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs. Þetta tryggir rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Ég má til með að nefna að Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi barist fyrir jafnri skiptingu réttinda foreldra í fæðingarorlofi og hefur lýst yfir að endurskoðun núgildandi laga sé löngu tímabær. Þá sýnir félagið einnig mikla framsýni í afstöðu sinni að réttindum á vinnumarkaði eigi ekki að deila með öðrum. Ég tel mikilvægt að það komi fram að það frumvarp sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem rík áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og að markviss skref verði tekin til þess að útrýma kynbundnum launamun. Þá er mikilvægt að hafa í huga að engin vísindaleg rök mæla með mikilli tilfærslu orlofs milli foreldra. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á mikilvægi sjálfstæðra óframseljanlegra réttinda. Frumvarpið er stórt skref í átt að betra samfélagi. Það veitir börnum og foreldrum lengri tíma til samvista og gefur foreldrum jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Stöndum vörð um fjölskyldur landsins og byggjum betra samfélag til framtíðar. Höfundur var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 22. ágúst 2019 skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarp nefndarinnar var svo kynnt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 23. september sl. Nokkur umræða hefur skapast um niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar skiptingu orlofs, en nefndin leggur til að sjálfstæður réttur hvors foreldris verði sex mánuðir, en foreldrum verði þó heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu heldur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því fram að frumvarp nefndarinnar sé aðför að fæðingarorlofskerfinu. Hann stingur uppá því að áfram verði þrír mánuðir til ráðstöfunar fyrir hvort foreldri og sex mánuðir til skiptana. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hefur einnig gert tillögu nefndarinnar að umfjöllunarefni sínu og segir að “óþolandi forræðishyggja og ósveiganleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum”. Þá hefur Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, lýst því yfir að Miðflokkurinn muni leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og geti skipt þeim með sér eins og þeim hentar. Rétt er að benda á að Vilhjálmur, Halldóra og Anna Kolbrún eru fulltrúar sinna flokka í velferðarnefnd Alþingis. Innan nefndar um heildarendurskoðun laganna skapaðist opin og gagnleg umræða um það hvernig best væri að hátta skiptingu orlofs milli foreldra. Við vinnu nefndarinnar fékk hún til sín fulltrúa ýmissa hagsmunahópa sem og fræðasamfélagsins og tel ég frumvarpið í heild sinni bera þess vitni. Fulltrúar í nefndinni voru sammála um að mikilvægt væri að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Ber að nefna að niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þáttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Annað markmið laganna er að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Ef við skoðum samþættingu brjóstagjafar og atvinnulífs þá felur frumvarp nefndarinnar það í sér að foreldri hafi nú í fyrsta sinn sex mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs. Þetta tryggir rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Ég má til með að nefna að Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi barist fyrir jafnri skiptingu réttinda foreldra í fæðingarorlofi og hefur lýst yfir að endurskoðun núgildandi laga sé löngu tímabær. Þá sýnir félagið einnig mikla framsýni í afstöðu sinni að réttindum á vinnumarkaði eigi ekki að deila með öðrum. Ég tel mikilvægt að það komi fram að það frumvarp sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem rík áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og að markviss skref verði tekin til þess að útrýma kynbundnum launamun. Þá er mikilvægt að hafa í huga að engin vísindaleg rök mæla með mikilli tilfærslu orlofs milli foreldra. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á mikilvægi sjálfstæðra óframseljanlegra réttinda. Frumvarpið er stórt skref í átt að betra samfélagi. Það veitir börnum og foreldrum lengri tíma til samvista og gefur foreldrum jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Stöndum vörð um fjölskyldur landsins og byggjum betra samfélag til framtíðar. Höfundur var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun