Kannar grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 12:01 Andrés Ingi Jónsson hefur starfað sem óháður þingmaður frá því í nóvember í fyrra. Hann segist ekki finna sig í neinum flokki og kannar nú grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki, með áherslu á umhverfis- og jafnréttismál. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira