Engin dramatík er Man United flaug inn í 8-liða úrslit 30. september 2020 20:35 Leikmenn Man Utd fagna einu marka sinna í kvöld. EPA-EFE/Matt Dunham Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með Brighton & Hove Albion í kvöld. Liðið vann 3-0 sigur á útivelli og er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins. Eftir mjög undarlegan leik liðanna í deildinni um liðna helgi - þar sem Man United vann 3-2 sigur með marki úr vítaspyrnu þegar leiktíminn var liðinn og Brighton áttu fimm skot í marksúlurnar - þá var ekki vitað við hverju átti að búast í kvöld. Leikurinn var heldur rólegri en sá um helgina og stefndi í markalausan fyrri hálfleik. Gestirnir frá Manchester fengu þá aukaspyrnu sem Juan Mata tók. Hann sendi boltann inn á teig og Scott McTominay stangaði knöttinn í netið. Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik. Þannig var staðan allt fram á 73. mínútu þegar Mata tvöfaldaði forystu Man Utd en hann fékk skemmtilega hælsendingu frá Donny van de Beek og kláraði færið afbragðsvel. Hans 50. mark í öllum keppnum fyrir félagið. 50 - Juan Mata has now scored 50 goals in all competitions for Manchester United, with five of those coming in the League Cup. Contribution. pic.twitter.com/Sd26VwLmVH— OptaJoe (@OptaJoe) September 30, 2020 Skömmu áður hafði Dean Henderson varið vel í marki Manchester United. Henderson hefur leikið báða leiki liðsins í deildarbikarnum og haldið hreinu í þeim báðum. Það var svo varamaðurinn Paul Pogba sem tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hann átti þá skot úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarmanni og flaug í netið. 1 - Paul Pogba has scored his 33rd goal in all competitions for Manchester United, but tonight is his first from a direct free-kick. Laser. pic.twitter.com/jyoOr2GDNo— OptaJoe (@OptaJoe) September 30, 2020 Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Man United því komið áfram líkt og Newcastle United, Manchester City, Everton og Tottenham Hotspur. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með Brighton & Hove Albion í kvöld. Liðið vann 3-0 sigur á útivelli og er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins. Eftir mjög undarlegan leik liðanna í deildinni um liðna helgi - þar sem Man United vann 3-2 sigur með marki úr vítaspyrnu þegar leiktíminn var liðinn og Brighton áttu fimm skot í marksúlurnar - þá var ekki vitað við hverju átti að búast í kvöld. Leikurinn var heldur rólegri en sá um helgina og stefndi í markalausan fyrri hálfleik. Gestirnir frá Manchester fengu þá aukaspyrnu sem Juan Mata tók. Hann sendi boltann inn á teig og Scott McTominay stangaði knöttinn í netið. Gestirnir því 1-0 yfir í hálfleik. Þannig var staðan allt fram á 73. mínútu þegar Mata tvöfaldaði forystu Man Utd en hann fékk skemmtilega hælsendingu frá Donny van de Beek og kláraði færið afbragðsvel. Hans 50. mark í öllum keppnum fyrir félagið. 50 - Juan Mata has now scored 50 goals in all competitions for Manchester United, with five of those coming in the League Cup. Contribution. pic.twitter.com/Sd26VwLmVH— OptaJoe (@OptaJoe) September 30, 2020 Skömmu áður hafði Dean Henderson varið vel í marki Manchester United. Henderson hefur leikið báða leiki liðsins í deildarbikarnum og haldið hreinu í þeim báðum. Það var svo varamaðurinn Paul Pogba sem tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hann átti þá skot úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarmanni og flaug í netið. 1 - Paul Pogba has scored his 33rd goal in all competitions for Manchester United, but tonight is his first from a direct free-kick. Laser. pic.twitter.com/jyoOr2GDNo— OptaJoe (@OptaJoe) September 30, 2020 Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Man United því komið áfram líkt og Newcastle United, Manchester City, Everton og Tottenham Hotspur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti