Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 30. september 2020 19:30 Birkir Már fagnar marki sínu gegn FH. Sigurðru Egill Lárusson fylgir í humátt. Vísir/Vilhelm Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20