Sverrir Ingi úr leik | Mikael kominn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:10 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. PAOK komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andrei Shramko/Getty Images Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira