Borgarhlutverk Akureyrar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 1. október 2020 15:01 Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Hilda Jana Gísladóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun