Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Lyon og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal) Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira