Sigurður Ingi stal senunni: „Ræðan mín er ónýt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:28 Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira